Vaxandi stjörnur - Sjálfstyrkingarnámskeið fyrir 8-12 ára
Um námskeiðið:
Á þessu 3 klukkustunda námskeiði fá krakkar tækifæri til að kynnast eigin styrkleikum, æfa trú á eigin getu og læra að takast á við áskoranir sem upp koma.
Markmið námskeiðs:
Markmið námskeiðsins er að efla sjálfstraust og jákvætt hugarfar.
Uppbygging námskeiðs:
Námskeiðið byggir á uppbyggjandi fræðslu og umræðum sem henta sérstaklega vel fyrir aldurshópinn 8-12 ára. Einnig er unnið með skemmtileg og skapandi verkefni.
Námskeiðið verður haldið sunnudaginn 25. janúar 2026, klukkan 15-18.
Verð: 9.900 kr.
Leiðbeinendur: Hrefna Hallgrímsdóttir og Sigrún Líndal Pétursdóttir.
Hrefna Hallgrímsdóttir
Hrefna Hallgrímsdóttir er íslensk leikkona, leikstjóri og höfundur sem hefur starfað í yfir 25 ár á fjölbreyttum vettvangi lista. Hún hefur komið víða við í leikhúsi, sjónvarpi og tónlist, en er einkum þekkt fyrir að skapa og túlka efni fyrir börn með gleði og innlifun að leiðarljósi.
Hrefna er höfundur og ein af aðalhreyfiöflunum á bak við vinsælu barnapersónurnar Skoppu og Skrítlu, sem hafa glatt íslensk börn og fjölskyldur í rúm tuttugu ár með sýningum, tónlist, sjónvarpsefni og tónleikum. Verk hennar einkennast af lífsgleði, jákvæðni og sterkum tengslum við áhorfendur.
Á ferli sínum hefur Hrefna einnig komið fram í ótal leiksýningum, sjónvarpsþáttum og sinnt leikstjórn, kennslu, handritagerð og barnamenningu á fjölbreyttan hátt. Hún hefur lagt sérstaka áherslu á að efla tjáningu, sköpun og gleði barna í gegnum leik og list.
Hrefna kláraði diplómanám á meistarastigi í jákvæðri sálfræði nú í vor við Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sigrún Líndal Pétursdóttir stofnandi og eigandi
Sigrún Líndal Pétursdóttir er með B.A. gráðu í sálfræði og M.Sc. gráðu í mannauðsstjórnun frá Háskóla Íslands. Vorið 2025 lauk Sigrún diplómanámi á meistarastigi í jákvæðri sálfræði frá Endurmenntun Háskóla Íslands.
Sigrún hefur áralanga reynslu af vinnu með börnum og starfaði í mörg ár á leikskóla meðal annars sem deildarstjóri og aðstoðarleikskólastjóri. Hún hefur verið aðstoðarþjálfari hjá Dale Carnegie og aðstoðarkennari í Sáttamiðlun sem kennd var í meistaranámi í Háskóla Íslands. Síðustu ár hefur hún starfað sem flugfreyja en ævintýraþrá, þörf á nýjum áskorunum og vaxtarhugarfar varð til þess að flugfreyjustarfið kallaði á hana.
Vellíðan, vöxtur, hugrekki og styrkleikar eru henni mjög hugleikin og hefur hún í gegnum nám og störf lagt sig fram af einlægni í að virkja og aðstoða aðra í að vaxa og blómstra.
